Þórdís Sólmundsdóttir og Símon Tómasson, Selfoss
Frábær þjónusta í alla staði. Við erum alveg í skýjunum með skemmtilega og fjölbreytta myndatöku. Mæli eindregið með honum Lýð sem ljósmyndara. Fer ekkert annað eftir þetta. Kveðja Þórdís og Símon

 

 

Jóna Harpa Gylfadóttir og Benjamin Villeneuve, Montreal, Kanada
Við vildum leggja mikið upp í myndatökuna fyrir brúðkaupið okkar og Lýður varð fyrir valinu.  Við fengum hann til að mynda athöfnina og veisluna ásamt útimyndatökunni.  Við urðum aldeilis ekki fyrir vonbrigðum, við vorum afslöppuð í myndatökunni, hann hélt áfram að taka myndir úti þó að það hafi komið smá rigning, hann var greinilega undirbúinn fyrir allt.  Við eigum núna alveg dásamlega fallegar myndir af þessum ógleymanlega degi og það sést á myndunum  hvað hann Lýður er mikill fagmaður.

Bjarni D. Daníelsson og Helga Kr. Sæbjörnsdóttir, Miðdal, Laugarvatn
Lýður er frábær ljósmyndari, hann er sérlega fær í að skapa afslappað andrúmsloft og gera myndatökur skemmtilegar.


Hjalti Þorvarðarson og Jódís Gísladóttir, Selfoss
Þegar ég pantaði myndatöku hjá Lýð fyrir jólin, kom hann strax með þá hugmynd um að hafa þetta útimyndatöku, sem okkur leyst vel á. Þegar við mættum var hann búið að undirbúa staðsetningu í skemmtilegu landslagi. Þetta var afskaplega þægilegt og afslappað og úr varð skemmtileg fjölskyldustund sem náðist á mynd. Við fengum mjög fagleg og góð þjónusta.

Senda fyrirspurn

Bóka myndatöku