Strigamyndir

Allar okkar strigaprentanir eru stækkaðar á vandaðan striga og lakkaðar til að verja þær gegn hverskonar hnjaski og UV geislum. Myndirnar eru allar strengdar á blindramma og lakkaðar með hágæða lakki til að hámarka endingu hennar.

Netframköllun

Netframköllun hjá okkur virkar á öll stýrikerfi og ekki þarf að hlaða forriti niður. Þegar myndir eru tilbúnar eru þær sóttar í afgreiðslu Filmverks, til umboðsaðila okkar eða við sendum þær með Íslandspósti til ykkar.

Myndvinnsla

Við höfum áralanga reynslu í lagfæringu mynda og teljum við okkur vera með þeim betri hér á landi. 

Stafræn framköllun

Frábær tækni! Þú mætir með diskinn, kortið eða minnislykilinn, setur í tækið og myndirnar birtast á skjá. Einnig er hægt að "blátóna" af símanum. Þú velur myndirnar sem þú ætlar að framkalla með því að snerta þær. Hægt er að velja um mismunandi stærðir og kroppa myndir.

Vissir þú

Hvað felst í því að velja fagljósmyndara?

Við prentun sjálf okkar myndir á hágæða ljósmyndapappír sem býr við endingu í tugi ára. Með því náum við hámarksgæðum í prentun því við fylgjum okkar prentun alla leið. Allar stækkanir fyrir strigamyndir eru unnar aftur til að hámarka gæði í útprentinu.

Ummæli viðskiptavina

Við vildum leggja mikið upp í myndatökuna fyrir brúðkaupið okkar og Lýður varð fyrir valinu. Við fengum hann til að mynda athöfnina og veisluna ásamt útimyndatökunni. Við urðum aldeilis ekki fyrir vonbrigðum, við vorum afslöppuð í myndatökunni, hann hélt áfram að taka myndir úti þó að það hafi komið smá rigning, hann var greinilega undirbúinn fyrir allt. Við eigum núna alveg dásamlega fallegar myndir af þessum ógleymanlega degi og það sést á myndunum hvað hann Lýður er mikill fagmaður.

Jóna Harpa Gylfadóttir og Benjamin Villeneuve Montreal, Kanada

Senda fyrirspurn

Bóka myndatöku